..... er eina sem hægt er að segja um bloggið mitt seinustu vikur. En núna þegar það er farið að hausta og fjölskyldan að komast í rútínuna þá fer húsfreyjan kannski að gera eitthvað meira á heimilinu.
Við erum nýkomin úr innkaupaferð í Reykjavík og við nýttum tækifærið og keyrðum á suðurslandið þar sem við fórum að sjá Kerið, Gullfoss og Geysi, ég hef sjálf lítið ferðast um landið okkar og var þetta í fyrsta skiptið sem ég sá Kerið. Við komum við í dýragarðinum Slakka sem var alveg æðislegur staður, strákarnir voru mjög hæstánægðir og skemmtilegast þótti að fara í alla bílana sem voru þarna á pallinum. Síðan enduðum við ferðina á að heimsækja langafa þeirra á Selfossi. Æðislegur dagur í alla staði.
Við náðum að versla heilan helling fyrir heimilið í þessari ferð og það sem liggur fyrir núna er að klára að ganga frá gluggunum á efri hæðinni. Það þarf að pússa, sparsla og mála, þá er loksins hægt að setja upp rúllugardínurnar sem við keyptum okkur í RL vöruhúsinu ;) Ég er bara mjög sátt við þær....
Við gerðum líka góð kaup í Bauhaus, en við keyptum þar falleg gamaldags útiljós og 2 baðherbergisljós á neðri hæðina. Þannig að þetta fer allt að smella saman hjá okkur.
Ég er með nokkur stór verkefni framundan t.d. að útbúa barnaherbergin uppá nýtt þar sem það er nýr einstaklingur væntanlegur í heiminn í nóvember og ég mun færa strákana í önnur herbergi og hlakka mikið til að gera þau flott fyrir þá. Síðan er annað verkefni sem er mjög spennandi en við hjónin erum mikið íþróttafólk og eigum mikið safn af verðlaunapeningum, viðurkenningum og bikurum sem vantar að koma fallega fyrir. Það er búið að kaupa allt sem til þarf en ég ætla ekkert að uppljóstra neinu heldur kemur þetta bara í ljós ;)
Ég er með nokkur stór verkefni framundan t.d. að útbúa barnaherbergin uppá nýtt þar sem það er nýr einstaklingur væntanlegur í heiminn í nóvember og ég mun færa strákana í önnur herbergi og hlakka mikið til að gera þau flott fyrir þá. Síðan er annað verkefni sem er mjög spennandi en við hjónin erum mikið íþróttafólk og eigum mikið safn af verðlaunapeningum, viðurkenningum og bikurum sem vantar að koma fallega fyrir. Það er búið að kaupa allt sem til þarf en ég ætla ekkert að uppljóstra neinu heldur kemur þetta bara í ljós ;)
Áður en ég kveð að sinni ætla ég að sýna ykkur smá ör-verkefni sem ég gerði um daginn. En í einni ferð minni í Góða Hirðinn fann ég þessa fallegu litlu hillu með 3 krókum sem ég vissi reyndar ekkert hvað ég ætlaði að gera við. Síðan datt mér í hug að nota hana í eldhúsinu því mig vantaði stað til að hengja svuntu, handklæði og viskastykki. Ég byrjaði á að hvítta hilluna og festi hana síðan upp í þá hæð sem mér fannst passa. Síðan bjó ég til kalkmálningu úr ljósbleikum lit (white rose frá Flugger) sem ég notaði í svefnherberginu okkar. Mig langaði nefnilega að vera með einhvers konar töflu uppá vegg þar sem ég skrifa það sem er á matseðlinum þá vikuna og datt þá í hug að setja þessa tvo hluti saman.
Svona kom þetta út:
Þetta er allavega byrjunin, er samt mikið að pæla í því að gera eitthvað meira eins og t.d. mála einhvers konar ramma utan um kalkflötinn, gera eitthvað töff til að fá þetta til að "poppa" aðeins meira fram því liturinn er svo ljós. Síðan þarf ég nú að fá mér minni krítar hahah..... átti bara einhverjar risa krítar frá strákunum en ég lét það duga í bili.
Hvernig líst ykkur á?
Mjög sniðugt að nota svona kalkmálningu! Hvernig gerir þú hana?
SvaraEyðaég setti 2 msk af fúgu út í 1 bolla af málningu og svo er bara að hræra vel. ótrúlega sniðugt þá er hægt að hafa þetta í hvaða lit sem er. svo notaði ég restina af málningunni til þess að mála lítið borð og það kom ótrúlega vel út.
SvaraEyða