miðvikudagur, 7. mars 2012

Afmælisveisla nr 1...

... við gátum náttúrulega ekki annað en haldið smá veislu fyrir elsku drenginn okkar þó svo hin eiginlega veisla verði ekki haldin fyrr en við komumst inn í húsið okkar og allt verður tilbúið. Við gistum eins og er hjá tengdaforeldrum mínum í sveitinni og við buðum nokkrum í veislu.

Hér er afmælisdrengurinn nývaknaður og auðvitað HRESS !!




Mamman hentist síðan í að baka þegar búið var að fá sér morgunmatinn. Mamman fékk 2 aðstoðarkokka til að hjálpa sér með herlegheitin en við ákváðum að gera súkkulaðiafmælisköku, perutertu og eplaköku auk 2 brauðrétta. En það besta við baksturinn er að fá að smakka :)


Hér er drengurinn að opna fyrstu gjöfina, frá ömmu og afa í sveitinni. Fékk traktoranáttföt og leikfangatraktor.




Hér koma svo myndir af kræsingunum og ég læt myndirnar tala en uppskriftirnar fylgja með í linkum. Ég er nefnilega með uppskriftablogg líka :)










Drengurinn var svo alsæll með veisluna.



Best Blogger Tips

Engin ummæli:

Skrifa ummæli