Við vorum svo lánsöm að fara á 2 grímuböll þetta árið til að bæta upp fyrir að hafa misst af því í fyrra, en það var á þessum tíma sem við vorum að bíða eftir að koma Frosta Þór í heiminn. Eins og Óliver Logi er nú mikill búningakall þá var sko löngu búið að plana þetta allt saman.
Fyrra ballið var á Öskudaginn sjálfan, í Birkimel á Barðaströnd. Ég reyndar vissi nú ekki af þessu balli fyrr en kvöldið áður og við vorum ekki með búninga tilbúna fyrir þetta ball en ofurmamman var nú ekki lengi að redda því. Þeir bræður fóru sem kraftakallar.
Frosti tekur 100kg á stöng
En Óliver Logi 1000kg
Flottir saman
Eintóm gleði
Þessi vissi nú ekki eins mikið hvað þetta allt væri ;)
Þarna var mesta stuðið
Síðan fór familían á grímuball á Patreksfirði í dag og þá voru aðalbúningarnir notaðir.
Sjóræninginn ógurlegi
Gefst´upp ???
Sæti Kolkrabbinn
Var lengi vel mjög hissa á öllu þessu skrítna fólki þarna
Bestu vinir
Familían samankomin, 2 sjóræningjar, kolkrabbi og súpermamma
Komin gleði í minn mann
Óliver svo lukkulegur með þetta allt saman
Bræðurnir dansa
Mamma og Frosti
Engin ummæli:
Skrifa ummæli