föstudagur, 15. febrúar 2013

Sykurmassafjör...

.... eitt af mínum uppáhalds áhugamálum er að baka. 
ÉG ELSKA AÐ BAKA OG SKREYTA KÖKUR !! 
Síðan ég eignaðist mitt fyrsta barn 2007, þá hef ég alltaf gert mikið úr afmælunum 
og þá verið með þema í hvert skipti. 

Hjá Óliver hefur verið; 
Bangsímon, 
Kungfu panda, 
Dóra landkönnuður, 
Spiderman 
og seinast Hauskúpur. 







Já strákurinn er að fullorðnast :) í ár verður eitthvað skemmtilegt... við erum að velta fyrir okkur nokkrum möguleikum og Óliver hefur svo gaman af því að skoða og pæla.

Svo er miðjustrákurinn minn hann Frosti næstur en hann verður 2ja ára þann 6. mars og ég er löööööngu byrjuð að pæla. Það kemur kannski engum á óvart sem þekkja hann að gröfur, traktorar og önnur tryllitæki eru mjög vinsæl og því verður það að þemanu í ár.

Í fyrra vorum við ekki heima hjá okkur vegna framkvæmda í húsinu og ég ætlaði alltaf að halda aðra flottari veislu með þema en svo leið tíminn og það bara hafðist ekki. En hann fékk að sjálfsögðu veislu og ég gerði þessa köku fyrir hann:


...... ohhh ÉG ELSKA AFMÆLISVEISLUR !!!

Knús Birna



Best Blogger Tips

Engin ummæli:

Skrifa ummæli