laugardagur, 26. janúar 2013

Bóndadagurinn 2013

Bóndadagsgjöfin í ár var einföld en skemmtileg. 


Ég ákvað að safna saman ýmsu góðgæti sem 
ég veit að er í uppáhaldi; appelsín, draumur, lakkrís og djúpur. 

Síðan setti ég fjórar gerðir af íslenskum bjór til að smakka 
og að lokum ástar inneignarmiða þar sem hann gat innheimt eftir eigin óskum 
t.d. nudd, vídjókvöld, rómantískan göngutúr og sitthvað fleira.


Hann var svona líka lukkulegur með þetta þessi elska.
Þetta hitti alveg í mark.

Það er svo gaman að gleðja aðra 



Knús Birna
Best Blogger Tips

2 ummæli:

  1. Frábær hugmynd, fæ hana lánaða næst þegar ég ætla að gleðja kallinn :)

    SvaraEyða