miðvikudagur, 16. janúar 2013

Alexander Nói

Yngsti sonurinn var skírður þann 5. janúar síðastliðinn og fór athöfnin fram í 
fallegu kirkjunni minni á Bíldudal, en þar var ég sjálf skírð sem barn. 


Veislan var síðan í safnaðarheimilinu en það hús er kallað Gamli skóli af Bílddælingum því þetta er gamli barnaskólinn á Bíldudal. Til gamans má geta að þarna fór pabbi minn í skóla.


Við buðum fjölskyldum okkar og vinum til að fagna þessari stund með okkur 
og vorum svo þakklát fyrir hve margir komu til að gleðjast með okkur


Drengurinn okkar var skírður Alexander Nói


Stóru bræðurnir að halda á skírnarkertinu


Verið að fylgjast með söngnum en góð vinkona okkar söng lagið Líf fyrir Alexander Nóa


Stoltir foreldrar með yngsta soninn


Fallega fjölskyldan mín


Guðforeldrar, Helga móðir mín og Barði bróðir Ásgeirs.


Ömmur og afar með nýskírða barnabarninu


Alexander Nói fór alveg eftir uppskriftinni og sofnaði í skírnarkjólnum


Kakan sem ég útbjó fyrir skírnina, Örkin hans Nóa


Svona steina hef ég málað fyrir alla drengina mína þegar þeir eru skírðir


Öll skírnarkertin saman, gerð af nunnunum í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði

Takk kærlega fyrir komuna kæru vinir og netvinir takk fyrir að skoða bloggið

Knús BirnaBest Blogger Tips

2 ummæli:

  1. innilega til hamingju með fallegt nafn á drengnum! og kakan er æði!

    SvaraEyða
  2. Innilega til hamingju með drenginn og nafnið!!
    kv Ása

    SvaraEyða