fimmtudagur, 13. september 2012

Nokkur verkefni í gangi.....

..... hjá okkur í Króknum. Þetta stóra sem tengist verðlaunagripunum er tilbúið en verður ekki sýnt fyrr en á sunnudaginn. En núna fer mestur tíminn í að skipuleggja hvernig skrifstofurýmið á að vera. Ég hef verið að skoða á netinu til að fá smá innblástur og svo er bara að ráðast í verkið. Hér er ein hugmynd sem ég féll fyrir:


Svo er hún Dossa í Skreytum hús líka búin að vera í sömu pælingum og það kom alveg rosalega vel út hjá henni. Endilega kíkið á bloggið hennar ef þið eruð ekki búin að því nú þegar.

En svo ég haldi áfram með söguna um skrifstofuna þá erum við búin að bíða lengi eftir píparanum sem komst loksins fyrir nokkrum dögum til þess að taka niður ofnana í húsinu hjá okkur, en við skiptum vatnsofnum út fyrir varmadælu fyrr á árinu og halelúja !!!  það er þvílikur munur á hitastiginu í húsinu. En út af þessu þá gat ég ekki byrjað að mála og kallinn gat ekki lagt parketið fyrr en við vorum búin að losa okkur við þessa svakalega fyrirferðamiklu gripi. 

Svona til að rifja upp þá leit skrifstofurýmið svona út þegar við keyptum:


Þessi mynd er tekin úr sjónvarpsherberginu og þið sjáið þarna tvær "fagurbláar" stoðir sem voru á milli herbergjanna en litagleðin var mikil í þessu húsi þegar við keyptum það. Við létum setja upp vegg til þess að nýta þessi tvö rými betur og þá leit þetta svona út:


Núna er ég loksins byrjuð að mála og hlakka mikið til að gera þetta rými klárt. Það er dálítið erfitt að taka góðar myndir þarna inni sökum plássleysis :) en þetta er þó eitthvað:




Annað sem ég er líka byrjuð á er fyrsta barnaherbergið af þremur, en það er nýja stórustráka herbergið hans Ólivers Loga. Áður var ég með saumaaðstöðuna mína þar en hún verður flutt í nýju skrifstofuna þegar hún verður klár. Í staðinn fær Óliver þetta fína herbergi og ég held að það verði alveg svaaaaakalega flott. 

En talandi um herbergið hans Ólivers þá fann ég þessar tvær hillur í Góða Hirðinum fyrir löngu síðan á heilar 300 krónur:  Ég var ekki komin með hlutverk fyrir þær þegar ég keypti þær en núna fá þær sinn stað inní í stóru stráka herberginu.


Litirnir sem Óliver óskaði sér inní herbergið sitt voru hvítur, rauður og svartur. Þannig að ég notaði afgangs málningu sem ég átti síðan ég málaði borðstofustólana og núna líta þessar hillur svona út:


Bara nokkuð flottar ekki satt? 

Þannig að eins og þið heyrið þá er sko nóg að gera hjá húsfreyjunni...... og ég hlakka til að sýna ykkur loka útkomuna á þessum herbergjum.




Best Blogger Tips

6 ummæli:

  1. Þetta er svo fínt hjá þér. Það verður gaman að kíkja á þig næsta sumar :)
    Kv
    Dagbjört

    SvaraEyða
    Svör
    1. já þá verður meira tilbúið og líka nýr einstaklingur að hitta. hlakka til að fá þig í heimsókn :)

      Eyða
  2. Spennandi :) og hillurnar eru bjútifúl!

    SvaraEyða
  3. Hillurnar koma vel út, hlakka til að sjá meira (ekkert lítið í gangi hjá þér duglega kona!) :-)

    SvaraEyða
    Svör
    1. já það eru sko næg verkefni hér, og nota bene ég kláraði að mála skrifstofuna í gær... ég gat ekki beðið hahahaha....

      Eyða