þriðjudagur, 22. maí 2012

Borðstofustólarnir

Hér kemur fyrir og eftir mynd af "nýju" borðstofustólunum okkar. Ég gleymdi auðvitað að taka almennilega fyrir mynd en fann þessa og hún verður að duga. 


Hér koma svo nokkrar fleiri myndir af stólunum. Ég veit að ég er mjög brött að setja svona hvítt áklæði á stólana, kannski ekki beint barnvænt en ég er með ráð uppí erminni við því. Sýni það síðar.... en allavega er ég hrikalega ánægð með þá og þeir eiga eftir að vera rosalega flottir við borðið og ég tala nú ekki um bara í allt rýmið. 

Best Blogger Tips

Engin ummæli:

Skrifa ummæli