þriðjudagur, 22. maí 2012

Verktakarnir komnir....

jeiiiiiii :) ég myndi hoppa hæð mína ef ég mögulega gæti það. Nú skotgengur allt, baðherbergið er að klárast, 4 gluggar komnir í, nýja útidyrahurðin uppsett, verið að klára arininn og svo er verið að pússa veggi og gera klárt fyrir málningarvinnu í þessum töluðu orðum. Blússandi gangur bara. Mikið hlakka ég til að sjá þetta allt klárt. Hér koma nokkrar myndir:

Blessuðu gluggarnir loksins komnir í hús, þetta er sá eini sem er fullkláraður hinsvegar. Við bíðum enn eftir gleri sem þurfti að panta uppá nýtt.

Verið að taka gömlu gluggana úr.

Sumir dálítið fúnir undir.

 Það voru hellings átök

En það hafðist


Gluggarnir komnir í stofuna

Annar eldhúsglugginn kominn

Séð að utan

Séð inn í baðherbergið

Líst vel á þessa sturtu :)

Vaskurinn tengdur

Fína útidyrahurðin

Allt annað að fá stóra og flotta hurð


Best Blogger Tips

Engin ummæli:

Skrifa ummæli