fimmtudagur, 16. febrúar 2012

Verktakarnir koma á morgun

Núna er búin að vera pása á framkvæmdum við mikla gleði hjá húsfrúnni. Mig langar ekkert að komast heim til mín.... (hóst...) Það hefur mest staðið á þessum gluggum hjá okkur sem smiðurinn er búinn að draga allt of lengi að klára. En svona er þetta, nú fer vonandi að sjá fyrir endann á þessu öllu saman.
Áætluð verklok eru núna í marsbyrjun, sem vonandi stenst !!
Enda ekki seinna vænna þar sem það styttist óðum í 
1 árs afmæli litla gullmolans okkar, 
Frosta Þór.


Móðirin er að sjálfsögðu búin að versla aðföng fyrir veisluna, enda veisluglöð kona. Hlakka mikið til að halda uppá fyrsta afmælið hjá þessum brosmilda gaur. Þemað verður flugvélar og bílar, enda mikill tækjakall. 
Kakan verður að sjálfsögðu sykurmassakaka.... búin að skoða nokkrar hugmyndir en fann svosum ekkert sem heillaði mig en ég er alveg með hugmyndina í kollinum. Verður spennandi að sjá útlkomuna.

Það verður nú ekki leiðinlegt að bjóða heim í nýja eldhúsið mitt. Ég þarf einmitt að fara að byrja á að mála og breyta borðstofusettinu mínu. Það verður alveg geggjað en hérna er smá innsýn í því sem ég er að pæla.Þetta kemur allt í ljós en ég fer að hefjast handa við þetta stóra verkefni 
svo það verði tilbúið þegar við flytjum aftur inn :)
Best Blogger Tips

2 ummæli:

 1. Vildi bara láta vita af mér!
  Ég rakst á bloggið þitt í gegnum heimasíðuna hugmyndir fyrir heimilið, mjög flott það sem þú ert að gera og spennandi að fylgjast svona með endurbótum á húsinu ykkar. Mjög flott.
  Ég á pottþétt eftir að kíkja inn oftar og sjá hvernig þetta breytist.
  Gangi ykkur vel
  Kv Berglind

  SvaraEyða
 2. takk fyrir innlitið, alltaf gaman að fá skilaboð og sjá hvort einhver sé að fylgjast með :)

  kveðja Birna

  SvaraEyða