miðvikudagur, 22. febrúar 2012

Sagan endalausa af 12 gluggum

Jú enn og aftur er stopp á framkvæmdum, það stendur alltaf á þessum gluggum.
Þó að ég sé bjartsýn og jákvæð manneskja þá fer maður að verða ansi þreyttur á þessum seinagangi. Vonandi fást skýr svör á morgun.En gaman að segja frá og sýna ykkur nýju svefnherbergishúsgögnin okkar.
Ég byrjaði á að setja saman náttborð og snyrtiborð og á morgun klárum við hjónarúmið og fataskápinn. Rosalega fallegar mublur, er mjög ánægð með valið.


Haldiði að nýja snyrtiaðstaðan mín verði ekki kósí?

Smá breyting orðin á innganginum, erfitt að sjá á fyrir myndunum en núna er búið að opna inn í aðalrýmið. Svona leit hann út fyrir:


Í loftinu var opið upp í leiðslur því það hafði verið leki úr baðherberginu í húsinu áður. Það hafði ekki verið lagað.


Núna er búið að klæða veggi og loft uppá nýtt en enn á eftir að laga skemmd í gólfi við útidyrahurð. Þar hefur lekið inn og allt fúið undir.
Hrikalega hlakka ég til að sjá nýju HÁRAUÐU hurðina mína þarna :)
Séð úr stiganum, verður miklu opnara og skemmtilegra rými eftir að það var opnað inn.

Að lokum er það baðherbergið, þvílíkur munur eftir að það var flísalagt. 
Stækkar ótrúlega mikið, verður gaman að sjá lokaútkomuna. 
En til að minna á þá leit það svona út fyrir:Svona er staðan í dag, engin tæki komin né fúga ;)Þetta mjakast áfram, HÆGT OG RÓLEGA..... ekki fyrir hana óþolinmóðu mig. En ég hugga mig við það hvað þetta verður geggjað flott allt þegar allt er tilbúið.

Þar til næst
kv Birna
Best Blogger Tips

Engin ummæli:

Skrifa ummæli