fimmtudagur, 2. febrúar 2012

Niðurrif hafið

Jæja margt búið að gerast síðan síðast. Við fjölskyldan fórum í bæinn þar sem ég fór í aðgerð á putta, var verið að brjóta upp litla putta hægri handar þar sem hann greri vitlaust eftir að ég klaufaðist við að brjóta hann 2005.
Hann var í 40 % halla og leit svona út:


En svona lít ég út núna ;)


Á meðan ég var í þessum erindagjörðum í höfuðborginni þá komu verktakarnir í húsið okkar og byrjuðu strax að rífa og tæta. Við fórum svo í dag að kíkja á hvað væri búið að gera og það var aldeilis munur.


Allt gólfefni rifið af og það var misfallegt undir :) Á einum stað var gat í gegn og bara búið að loka með frauði.

Séð inn í stofu

Eldhúsinnréttingin ásamt veggnum komin niður

Nú sjáum við úr eldhúsi yfir í borðstofu


Stigaopinu niður í kjallara verður lokað hér

Veggurinn kominn niður og búið að opna inní forstofu

Baðherbergið orðið strípað


Allt að gerast :O) Spennandi !!!

Best Blogger Tips

4 ummæli:

 1. Ohh en spennandi! Ég fylgist spennt með :)
  Kv. Ága

  SvaraEyða
 2. Verður gaman að sjá breytingarnar.

  Kv.
  Ástríður

  SvaraEyða
 3. Þetta verður æði, hlakka til að sjá breytingarnar;)
  Kv Sædís

  SvaraEyða
 4. Takk stelpur, já þetta er ótrúlega spennandi.... ji hvað ég hlakka til :)

  SvaraEyða