laugardagur, 28. janúar 2012

Tómlega húsið

Það er mér mikið gleðiefni að segja frá því að LOKSINS er komið að því. Verktakarnir koma til okkar á morgun, JEIIIIIIIII !!!!!!  Þannig að við gengum alveg frá á aðalhæðinni, pökkuðum öllu niður AFTUR.... en ég get nú huggað mig við það að það verður svo gaman að taka upp úr þeim aftur í nýja fína eldhúsinu og stofunni minni :)

 Sjónvarpsholið orðið tómt

Búslóðin komin inní skrifstofurýmið

Strax eftir helgi verður farið í það að rífa niður eldhúsinnréttingu og gólfefni. Mikið hlakka ég til að sjá breytinguna. Svona er þetta núna: Hlakka líka mikið til að gera breytingu á þessu borðstofusetti


Kamínan góða, hér verður mikil breyting


 Eldhúsið verður óþekkjanlegt
Síðan fara þeir í algera breytingu á baðherberginu. Svona er það núna:

Lítið og nett

Ekki fallegt inní sturtuklefanum :/

 Ég hef ekki mikla lyst til að sturta mig þarna :S jakkÞetta verður brill :) Hlakka svo til að sjá útkomuna....
Best Blogger Tips

1 ummæli:

  1. Jesússsss minn hvaða vítamín tekur þú á morgnanna!!!!!! Að þú hafir í fyrsta lagi nennt að mála ALLT húsið ALEIN fyrir framkvæmdirnar, 2 nennt að skreyta fyrir jólin, 3 búin að koma þér FYRIR og 4 BLOGGA, 5 hugsa um börnin þín 2 og GMG 6 allt hitt sem maður þarf að gera!
    Það ætti að setja mynd af þér við myndina á súperman í orðabókinni;)

    Kv Steinunn Sigmunds vítamínlausa;)

    SvaraEyða