fimmtudagur, 5. janúar 2012

Speglaflísar bjarga miklu

Litla baðherbergið mitt á efri hæðinni er með útdraganlegri hurð sem er allt í góðu nema að hún er pikkföst. Hefur þanist út og henni er bara ekki haggað. Því hefur verið bjargað með því að setja plötu á lamir og setja fyrir opið. Gangurinn var síðan málaður í gulum lit og þessi hurð í grænu sem gerði þetta nú bara ennþá meira áberandi, því þetta hlýtur að hafa átt að vera svona til bráðabirgða. Svona leit þetta út:
Ég velti fyrir mér hvað ég gæti gert til þess að gera þetta kannski aðeins minna áberandi eða nytsamlegra. Ég málaði ganginn hvítann og síðan datt mér í hug að setja speglaflísar á hurðina. Þannig bæði stækkar rýmið og það er alltaf gott að vera með stóran spegil þegar maður er að skoða sig ;)
Best Blogger Tips

4 ummæli:

 1. Þú ert svo mikill Sneddari;) Þatta kemur svaka flott út;)

  Kv Steinunn S

  SvaraEyða
 2. Hehe þetta er svona soldið eins og leynibaðherbergi þegar speglaflísarnar eru komnar á, snilld :)

  SvaraEyða
 3. Frábær hugmynd hjá þér frænka! Þetta kemur mjög vel út sýniit mér!

  kv Kolbrún

  SvaraEyða
 4. Þetta er ekkert smá flott

  SvaraEyða