þriðjudagur, 3. janúar 2012

Herbergið hans Frosta er að mótast

Loksins hafði ég tíma til að klára að mála myndina inni hjá Frosta en ég var búin að teikna útlínurnar fyrir jól. Svo var bara enginn tími, þið kannist örugglega öll við það. En ég ætla að láta fylgja með líka fyrirmynd af herberginu.
En það var málað í svona fallegum lit:


Eflaust verið flott á sínum tíma. Ég ákvað að mála með lit frá Flugger sem heitir Ferskblár og hann kom reyndar aðeins fjólublárri út en ég bjóst við en ég er svo mikið fyrir fjólublátt að það kom ekki að sök. Mér finnst hann voðalega hlýr og fallegur.

Svona leit herbergið út eftir málun

Þarna er litla skottið að leika sér. Ég á eftir að finna hentugri hirslur en ég setti þessa hillu þarna til að byrja með.

Gardínurnar eru saumaðar úr efni úr RL vöruhúsi (Rúmfó ;) og ég átti þessa hillu til og ákvað að skella henni upp og nota gardínustöng á milli. Ég á hinsvegar eftir að mála hilluna, sennilega hvíta en er samt ekki alveg komin að niðurstöðu.

Þarna eru útlínurnar á listaverkinu sem ég ákvað að setja í herbergið hans.
Ég sótti mér innblástur á Pinterest og blandaði þar nokkrum hugmyndum saman.

Hér sést verkið eftir málun. Mér finnst líklegt að það bætist við eins og 1-2 smáfuglar og jafnvel nokkur fiðrildi sem fá að læðast með.


Uglan er í stíl við gardínurnar.

Viddi og Bósi kúra með bláa bangsa en þá fékk hann frá stóra bróðir sínum, Óliver Loga, þegar hann kom heim af spítalanum.

Svona lítur þetta nú allt saman út, enn á ég eftir ýmsar fíníseringar.
En þetta er allt saman að koma.

Kveðja BirnaBest Blogger Tips

3 ummæli:

 1. Þú ert snillingur Birna voða,voða flott hjá þér;)

  SvaraEyða
 2. Þú ert alveg ótrúleg, eru 50 klst í þinum sólarhring???

  Þetta er Geggjað;)

  Kv Steinunn S

  SvaraEyða
 3. Vá hvað þetta er flott hjá þér, tréð æðislegt og bláa uglan í því frábær tenging við gluggann. Alltaf sniðugt líka að nýta plássið ofan við glugga í barnaherbergjum fyrir eitthvað sem er ekki alveg alltaf í notkun :) Til lukku með þetta!

  SvaraEyða