þriðjudagur, 17. janúar 2012

Kannski kominn tími...

.... á færslu frá mér. Búið að vera dálítið mikið að gera hjá mér undanfarið þannig að ég hef lítið verið að sinna verkefnum á listanum mínum langa ;)

En mér langar að sýna ykkur nokkra hluti sem ég bjó til og gaf í jólagjafir. Flestar hugmyndir komnar út frá Pinterest.... ohh hvað ég elska PINTEREST !!

Þessa sætu uglu gerði ég fyrir litla frænku

Hringtrefill fyrir flotta skvísu

Þennan hringtrefil gaf ég mömmu minni

Síðan gerði ég nokkur eyrnaböndÆtla mér alltaf um hver jól að búa til allar jólagjafir en tíminn virðist oft hlaupa á undan manni. En þetta er allavega það sem ég náði að klára þessi jólin, set markmiðið hærra á því næsta :)

Best Blogger Tips

Engin ummæli:

Skrifa ummæli