fimmtudagur, 8. desember 2011

Gamla herbergið hans Ólivers á Grænabakka

Ég keypti hús á Bíldudal veturinn 2008-2009 og mitt fyrsta verkefni var að gera herbergið hans Ólivers klárt. Þá var hann að verða 2ja ára gamall. Svona leit herbergið út þegar ég keypti það:


Á þessari mynd sést stóra Expedit hillan sem ég fékk gefins á barnalandi, ekki slæmt !!


Mig langaði sem sagt að gera eitthvað flott á vegginn hjá honum, ég keypti flottar fiskagardínur í IKEA þannig að ég ákvað að gera svoleiðis þema á vegginn líka. Ég prentaði út nokkrar hugmyndir af netinu og teiknaði svo fríhendis á vegginn með blýanti. Síðan fór ég ofan í útlínurnar með svörtum penna sem er vatnsheldur og málaði að lokum inní myndirnar. Ég ákvað að halda bara litnum á herberginu svona til að byrja með.


Mynd af Jordan sem mamman er búin að geyma síðan hún var unglingur ;) Nýtist vel !!
Síðan tókum við gólfin í gegn fyrir jólin í fyrra og það var allt annað að sjá herbergið.
Best Blogger Tips

Engin ummæli:

Skrifa ummæli