.... er alltaf að breytast. Fyrst ætlaði ég ekki að mála strax þar sem það átti að fara í breytingar fyrir jól. I know, ég er MJÖG bjartsýn :D en þegar við sáum fram á að það myndi frestast fram í janúar þá ákvað húsfreyjan að mála, ekki hefur maður þetta svona á sjálfum jólunum. En svona leit stofan út þegar við fórum að skoða það upprunalega. Húsið var nýtt sem gistiheimili áður en við keyptum.
Svo varð það tómt ;)
Þá fluttum við inn og ég fór beint í að sparsla veggina, óþolinmóða ég :D
Síðan var málað.... þvílíkur munur
Þá komst ég í hamarinn og naglann og hengi upp myndir, svo að endurraða... og á örugglega eftir að endurraða OFT ;) ef ég þekki mig rétt. Enda er helmingurinn af "skrautinu" mínu ennþá ofan í kössum.
Sjónvarpssófinn er á leiðinni til að okkar og þá færist sjónvarpið inní sjónvarpsholið og þessir bláu stólar sem ég fékk by the way ókeypis af barnalandi fá vonandi bráðum nýtt áklæði ;)
Uppáhalds jólasveinarnir mínir sem ég fékk í skóinn þegar ég var lítil :) Held svo mikið uppá þessa
2 postulínshlutir sem ég málaði fyrir einhver jólin
rosalega kósý hjá ykkur birna!
SvaraEyða