miðvikudagur, 30. nóvember 2011

Nýju kökudiskarnir mínir...

.... sem kostuðu heilar 250 kr hvor um sig. Ekki slæmt það :) Ég rakst s.s. á þessa sætu diska í Góða Hirðinum og fannst þeir eitthvað svo krúttaðir. Þannig að ég ákvað að finna mér flott glös til að hafa sem fætur.


Þessi glös gefa þann skemmtilegan möguleika að geta sett mismunadi skraut inn í glösin. Fallegt að setja t.d. blóm, fígúrur ef það er barnaafmæli eða hvað sem manni dettur í hug.


Límdi þá með sterku lími sem ég fékk á 300kr í DOMTI, virkaði bara mjög vel.


Svo var bara að máta kökur á þá ;)



Þær voru hrikalega ljúffengar líka :P Best Blogger Tips

2 ummæli:

  1. Mikið er þetta flott hjá þér, sniðugar hugmyndir sem þú færð.
    Á eftir að kíkja hér oft, takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með.
    Kveðja
    Inga

    SvaraEyða
  2. takk fyrir góð orð, það er gaman að gera heimilið fallegt og hví ekki að leyfa öðrum að sjá :)

    SvaraEyða