sunnudagur, 27. nóvember 2011

Kransinn....

...ég fer að verða nokkuð sátt með hann núna held ég. Svona leit hann út í morgun, set þarna mynd sem ég tók af bollakökunum sem ég bakaði fyrir Jólagleðina á Veitingahúsinu Vegamótum á Bíldudal sem foreldrar mínir reka, en ég hef staðið fyrir þessari Jólagleði á aðventunni í nokkur ár og það er alltaf jafn hátíðlegt og skemmtilegt. En það er nú önnur saga eins og þessir kökudiskar, það kemur í næsta pósti ;)


Þegar ég kom heim eftir jólagleðina þá fór ég aðeins að kíkja betur á kransinn og bætti smá gullblingi og hreindýri sem ég keypti í RL minnir mig. Hefði komið betur út í gylltu eða að hafa kertin hvít en ég var svosum ekkert með kransinn í huga þegar ég keypti hreindýrið og man hreinlega ekki eftir því hvort það voru aðrir litir, þó mig minni það. Mér fannst það bara eitthvað svo flott og ég er líka eitthvað voðalega rauð núna þessi jólin :)




Frekar kósí að sitja við stofuborðið núna :)

Ákvað líka að vera ekkert að bíða með þessar seríur mikið lengur, þeir fara varla í það að skipta um gluggana fyrir jól. En þá bara tek ég þær niður ;)


Gleðilega aðventu öllsömul Best Blogger Tips

Engin ummæli:

Skrifa ummæli