sunnudagur, 27. nóvember 2011

Aðventan

Nú er familían búin að vera í langri Reykjavíkurferð þar sem við náðum að klára jólainnkaupin að mestu. Auk þess sem við nýttum ferðina í tannlækningar og svoleiðis vesen ;) Einnig kom ég kallinum á óvart og bauð honum á jólahlaðborð á Skólabrú. Yndislegur matur og kvöldið bara fullkomið. Alltaf gaman að fara á stefnumót.


Fréttir af húsinu.
Enn er lítið búið að gerast, það er einhver töf á gámnum sem er væntanlegur til okkar með öllu dótinu. Þannig að þetta verður því miður ekki til fyrir jól en það á víst að byrja á einhverju núna í byrjun desember. Helst myndi ég vilja að það yrði byrjað á eldhúsinu en ég fæ vonandi að vita fljótlega hverju verður hægt að byrja á.

Ég byrjaði aðeins á að útbúa aðventukransinn, hann er ekki fullgerður en þó komin smá mynd á hann. Ég keypti kerti í RL vöruhúsi og nota svo flotta háa kökudiskinn minn. Skreytti svo með greinum og setti útskorið jólatré sem við keyptum í Kringlunni af ungum herramönnum sem voru að selja vörur frá Ásgarði. Hrikalega flott allt saman hjá þeim.


Ég myndi samt helst vilja sjá kransinn í betra umhverfi eins og nýja eldhúsinu mínu, það er að verða frekar þreytt að vera með ómálaða og sparslaða veggi í kringum sig. En þetta kemur allt á endanum, er þaggi??? Best Blogger Tips

Engin ummæli:

Skrifa ummæli