fimmtudagur, 1. desember 2011

Húsið að komast í jólabúninginn

við fengum þær fréttir fyrir nokkrum dögum að gluggarnir verða ekki tilbúnir fyrr en í janúar og því verðum við að sætta okkur við að hafa húsið svona yfir jólin. Ég ætla því bara að ráðast í það að mála stofuna, ekki fer ég að hafa þetta svona yfir sjálf jólin.


frekar sad að hafa veggina svona með sparslblettum og allt svona eins og maður hafi flutt inn í gær. þannig að nú er bara að henda sér í að mála. Ég kláraði efri hæðina loksins í fyrradag. Nú eru gulu veggirnir á burt, thank god !! ég var að verða vitlaust á þessari svakalegu litagleði hérna.... gult og grænt, svo "lovely"En núna er þetta allt annað, þá er hægt að fara að skreyta veggina með fallegum fjöldskyldumyndum eða hvað sem maður ákveður. Ég er líka með hugmynd í sambandi við hurðina inná salernið, endilega fylgist með því. Vona að það komi vel út.Þvílíkur munur. Hvað þá þegar stofan verður til en ég var samt byrjuð aðeins að skreyta stofugluggana. En þeir eiga eftir að breytast, believe you me ;) en svona líta þeir út núna.


Þarna hangir fína stóra jólakúlan sem ég fékk á 499 kr ;) alltaf að græða !!


Laukurinn blómstrar :)Gamla góða aðventuljósið á sínum stað, var að hugsa hvort ég pimpi það aðeins upp.... það kemur í ljós :) Best Blogger Tips

Engin ummæli:

Skrifa ummæli