miðvikudagur, 17. ágúst 2011

Sprey-æði

Ég hef verið að skoða svo margar hugmyndir þar sem gamlir og "ljótir" hlutir eru spreyjaðir og eignast þar af leiðandi nýtt líf. Þetta er svo einfalt og auðvelt að gera, um að gera að nýta hlutina sem maður á fyrir. Ég hef verið að nota sprey frá Flugger sem ég fékk í versluninni Vesturljós á Patreksfirði en það var á um 1500 krónur sem er nokkuð normalt verð, Húsasmiðjan var til að mynda með hærra verð. En svo fór ég á stúfana þegar ég fór suður í leit að fleiri litum og fann þá fyrst sprey í Euroshopper, það fékkst á 759 kr en var ekki í mjög mörgum litum. Besta verðið fann ég svo að sjálfsögðu í Múrbúðinni, sem fer að verða ein af mínum uppáhaldsbúðum í Reykjavík :) en þar fást öll sprey á 654 kr og margir litir í boði. Mæli með að þið spreyóðu lesendur kíki þangað.

Ég er nú þegar byrjuð að spreyja og mun setja inn myndir af því við fyrsta tækifæri en hér eru fyrir myndirnar af nokkrum hlutum sem ég er byrjuð á:


 Kirkjuspegillinn minn, sem ég er búin að eiga lengi

 Stóri viðar spegillinn sem ég hef átt í mörg ár

Fékk 2 svona blómasúlur í Kolaportinu fyrir 10-12 árum

Gömul búdda stytta sem er orðin upplituð og komin til ára sinna ;)

Þessa tvo gullvasa fékk ég á einhverri rýmingarsölu í Húsasmiðjunni fyrir nokkrum árum. Þeir fengust á aðeins 300 kr stykkið minnir mig. Ég er orðin eitthvað leið á þeim núna og ætla að prófa að spreyja þá.

Takk fyrir innlitið.

Kveðja BirnaBest Blogger Tips

Engin ummæli:

Skrifa ummæli