fimmtudagur, 18. ágúst 2011

Fyrsta verkefninu lokið

Það var flotti kirkjuspegillinn minn sem fékk fyrstu yfirhalninguna. Ég er búin að eiga þennan í tæp 10-12 ár sennilega en ég var voðalega mikið í að safna mér hlutum í þessum dökka við. Á þessum tíma var búðin Jón Indíafari meðal annars mjög vinsæl en við mamma vorum einmitt með alls kyns muni frá Indónesíu til sölu í gjafavöruversluninni HelguKrók á Bíldudal. Þar á meðal var þessi spegill sem mig minnir meira að segja að foreldrar mínir hafi gefið mér því ég var alveg dolfallin yfir honum.

Nú hefur hann fengið endurnýjun síns líftíma og mér finnst hann koma ljómandi vel út. Þetta shabby chic look finnst mér rosalega heimilislegt og krúttlegt. Hvað finnst ykkur?


Fyrst var hann svona án þess að sanda hann:

Frekar eitthvað steríll eitthvað finnst mér þannig að ég prófaði
að sanda hann létt á hliðum og á útskurði.


Much better. Heimilislegt, notað og fallegt :O)

Kveðja Birna

Best Blogger Tips

2 ummæli:

  1. Spegillinn kemur vel út! Hlakka til að fylgjast með :-) Kolbrún

    SvaraEyða
  2. Mjög töff svona sandaður :)

    SvaraEyða