mánudagur, 29. ágúst 2011

Fallega bláa skálin mín :)

Ég er alltaf svo sjúk í skálar af öllum stærðum og gerðum. Á "alltof" margar en ég hef not fyrir en maður má nú hafa dellu fyrir einhverju, ekki safna ég skóm eins og svo margar stallsystur mínar þannig að ég réttlæti þetta alveg fyrir sjálfri mér allavega. En ég keypti sem sagt stóra skál í Góða Hirðinum á 200 krónur fyrir örugglega 2-3 árum og fannst hún eitthvað svo flott en var aldrei búin að koma henni í notkun, það vantaði eitthvað.

Það var því tilvalið að taka upp spreybrúsann núna og prófa sig áfram. Ég keypti fallega blátt sprey (650kr) í Múrbúðinni fyrir stuttu síðan og ákvað að prófa að sjá hvernig hún kæmi út. Síðan setti ég blúndugardínu sem ég keypti líka í Góða Hirðinum á 200 kr og spreyjaði með hvítu yfir kantinn. Mér finnst hún alveg dásamlega falleg og rómantísk núna.


 Smá breyting :)
(getið klikkað á myndirnar til að sjá þær stærri ;)KveðjaBest Blogger Tips

2 ummæli:

  1. Sunna María Jónasdóttir30. ágúst 2011 kl. 07:10

    Ekkert smá flott skál, ótrúlega töff að nota blúndu í svona!!!

    SvaraEyða
  2. snillingur ástin mín :)

    SvaraEyða