þriðjudagur, 26. nóvember 2013

Brúðkaups salurinn....

...... var heldur óvenjulegur, enn og aftur eins og flest í okkar brúðkaupi.
Þannig vildum við einmitt hafa það !!

Við vorum búin að velja þennan stað áður en við trúlofuðum okkur :) það var eitthvað svo heillandi við þennan stað. Auðvitað ætluðum við okkur að hafa athöfnina úti við sjóinn en veðurguðirnir voru okkur ekki hliðhollir. En þá var það bara plan B, ekkert til að svekkja sig of mikið yfir.

Hér eru nokkrar myndir af húsinu eins og það leit út áður en allt var skrúbbað og skreytt.

   

Húsið séð að utan


Risa 300 fm skemma in the middle of nowhere :)


Skemmuhurðin, dálítið lúin


Dálítið óskýr en hér sést hvað það var svakalega mikið af dóti þarna inni


Allskonar tæki og tólHinn endi hússins, það er nóg til 


Þá var byrjað að skúra og skrúbba


Inngangurinn var frekar sjabbý, þarna var búið að taka út drasl og búið að þrífa yfir einu sinni.


Búið að mála innganginn, allt önnur aðkoma


Aðeins búið að sjæna til í "eldhúsinu". Það gafst ekki tími til að mála hér þó maður hefði viljað.


Stund milli stríða, búið að færa allt út og nú var bara að raða aftur inn í einn enda hússins.


Hér er búið að raða í eitt hornið, nokkrir aukahlutir sem áttu eftir að fara út.


Þá hófst vinnan við að setja dúk í loftið


Eiginmaðurinn minn :)


Hentugt að eiga svona traktor ;)


Þá var dúkurinn og 100 METRA serían komin í loftið


Síðan saumaði ég þetta tjald fyrir til að stúka af allt draslið bakvið. 
Einhvers staðar verða vondir að vera ekki satt ?


Svo var endanlegt skrúbb og nóg af hreinsiefni til að ná sem mestu af olíulyktinni ;)


Hljómsveitarpallurinn kominn


Hann var svo klæddur í fín föt


Þá var bara að raða upp borðum og stólum, dúka og leggja á borð


Sæti fyrir rúmlega 150 manns


Skreytt með krukkum, hjörtum og "blómin" voru þurrkaðar fífurAllir fengu gestagjöf sem var heimagerð rabbabarasulta, borðamerkingar voru dúllur með nöfnum gestanna.


Unga fólkið fékk Nóa Kropp í sínar krukkur


Háborðið skreytt og tilbúið


Það var útséð með að athöfnin yrði að fara fram inni, þannig að heimasmíðaði boginn var settur upp við sviðið og skreyttur. Bakvið kom svo tjald sem var sett upp þegar ljósmyndaranir komu.


Presturinn mættur....


....og við orðin hjón.


And they lived happily ever after 


Knús

Birna
Best Blogger Tips

3 ummæli:

 1. Sæl og blessuð og til hamingju með brúðkaupið ykkar í haust.
  Ég á bara eitt orð yfir þessum myndum: VÁ! Svakalega er þetta flott hjá ykkur! Ég hef verið laumulesari á blogginu þínu þónokkuð lengi en aldrei kvittað fyrr.
  Kveðja, Þorbjörg (móðursystir Ásthildar sem ég sá áreiðanlega á einhverri mynd úr veislunni góðu)

  SvaraEyða
 2. takk fyrir Þorbjörg og gaman að heyra frá fólki sem kíkir á bloggið. jú Ásthildur var í veislunni og hélt líka þessa æðislegu ræðu fyrir okkur hjónin.

  bestu kveðjur

  SvaraEyða
 3. Engin smá vinna sem skilaði sér í flottum og skemmtilega óvenjulegum stað fyrir brúðkaup!

  SvaraEyða