þriðjudagur, 8. október 2013

Hringapúðinn....

.... var einnig saumaður af mér. Langaði ekki í þennan týpíska satínpúða heldur eitthvað sem passaði betur við þemað; pastel, blúnda og rómantík. Hér er þessi týpíski satínpúði, mjög fallegur en ekki það sem mig langaði í.


Þannig að ég fór að kíkja á þau efni sem ég átti til, ég geymi allskonar efni eins og t.d. gamla boli, kjóla og þess háttar. Einnig hefur mamma verið dugleg að gefa mér gömul efni frá sér. Þaðan kemur þessi nýtni. Það sem kom upp úr krafsinu var gömul ferskjulituð skyrta frá mér, gamlar gardínur frá mömmu og eitt nýtt efni sem ég fékk í búðinni Twill í Fákafeni.


Ég byrjaði á því að sauma innri púða úr hvítu efni og tróð inn í hann úr gömlum púðum sem voru orðnir leiðinlegir. Síðan saumaði ég púðaverið og púðinn kom svona út.


Síðan setti ég satínborða sem ég lét merkja; Birna og Ásgeir 7. 9. 2013 og annan minni til þess að festa hringana. Ég er svo ánægð með púðann.

Knús

Birna

Best Blogger Tips

1 ummæli:

  1. Hann er flottur, minn var einnig heimasaumaðu: ljósblár með hvítri blúndu utanum og hvítum satínborðum... Ekki svo ólíkur þínum..

    SvaraEyða