miðvikudagur, 2. október 2013

Blómastúlkukjólarnir ....

..... voru saumaðir af mér. Ég fann þessa "uppskrift" á Pinterest, en ekki hvað 


Mér fannst hann eitthvað svo krúttlegur, hér er síðan með uppskriftinni.

Ég byrjaði á að finna efni sem hentaði mínu litaþema og ég valdi fallega grænt efni sem ég fékk í Föndru. Síðan keypti ég blúnduefni á tilboði í Rúmfatalagernum. Sko alltaf að græða 

Síðan var bara að hefjast handa.







Þetta er mjög einfaldur en flottur kjóll. Tók mig enga stund að sauma tvo.

Hér er svo fyrirsætan mín að prófa kjólinn fyrir frænkur sínar, já það er svona að eiga bara stráka 


Mér finnst hann svo sætur !!

Hér er svo önnur blómastelpan, hún heitir Hafrún Fía.


Skórnir fengust i HM og voru strákarnir okkar í eins, nema sægrænum :)

Fannst þeir bara heppnast svo vel !!

Knús Birna

Best Blogger Tips

2 ummæli: