Meistaramánuður stendur yfir í 30 daga og mun ögra þátttakendum líkamlega og andlega í átt að því að verða meistarar eigin lífs.
Nú er komið að mér að setja niður markmið, ég ætla að byrja á að hafa þau fá og bæta frekar við ef mér finnst eitthvað vanta. Þetta er það sem ég er komin með so far:
Styrking fyrir líkamann
- Vakna kl 7 á virkum dögum og taka 24fit æfingu áður en ég kem gemlingunum mínum á fætur
- Mæta í ræktina þrisvar í viku
- Sofna kl 23 á kvöldin
- Vera dugleg að fara út að labba eða hjóla með Nóa meðan hinir tveir eru í skóla/leikskóla
Næring fyrir líkamann
- Sleppa hvítu hveiti og hvítum sykri
- Ekkert áfengi nema (kannski) á árshátíð 12. október
- Ekkert sælgæti eða sætabrauð, dökkt súkkulaði leyft og aðrar hollustu uppskriftir
- Einungis drekka vatn (amk 2L á dag), sódavatn og grænt te
Annað
- Minnka facebook notkun niður í tvær klst á dag.
- Leika meira við strákana mína og gera skemmtileg verkefni saman
- Taka aftur upp prjónana
- Búa til viðskiptaáætlun fyrir gæluverkefnið mitt
Fjögur markmið fyrir hvern þátt, er það ekki ágæt byrjun?
Ég er allavega tilbúin.
Knús Birna
Engin ummæli:
Skrifa ummæli