mánudagur, 23. júlí 2012

Á elskulega afmælismömmu í dag...

........ og ég fór að því tilefni í heimsókn til hennar ásamt mínum heittelskaða og strákunum mínum. Óliver sá eldri sá um að skreyta afmælispappírinn sem var settur utan um aðra gjöfina sem var ömmukerti og fékk að færa henni. Sá yngri, Frosti, gaf henni gjafapoka með Gullkornum dagsins.

Amman var síðan vakin með knúsi og kossum. Þegar hún var komin á fætur þá beið hennar morgunverðarhlaðborð með nýbökuðu brauði, áleggi, rjúkandi kaffi og fallegum bollakökum.

Því miður gleymdi húsfreyjan myndavélinni heima, ég tók samt tvær á símann en ég afsaka gæðin, þau eru ekki uppá marga fiska.


Fallegi pakkinn sem Óliver færði ömmu sinni


Vanillubollakökur með bleiku piparmyntu smjörkremi


Það er svo gaman að gleðja aðra.

knús Birna

Best Blogger Tips

1 ummæli: