sunnudagur, 24. júní 2012

Þetta gengur...

.... hægt og rólega, en gengur þó. Eldhúsveggurinn er flísalagður, spanhelluborðið komið í og háfurinn hengdur upp. Þetta potast, en það er samt stopp í eldhúsinu núna því vaskurinnn er ekki kominn hingað.... það hlýtur að fara að gerast. Þannig að þið verðið að bíða aðeins lengur með að sjá heildarútkomuna þar. Það er byrjað að rífa utan af húsinu hinsvegar og ein hliðin að verða til, járnið verður vonandi sett á í dag. Verður gaman að sjá hvernig það kemur út.


Svo erum við hjúin búin að taka smá skurk í garðinum. Trén voru svo úr sér vaxin og teygðu anga sína um allan garð. Núna er garðurinn orðinn helmingi stærri, gleymdi þó að taka fyrir mynd en hér kemur eftir.


Grasið er orðið svakalega lélegt og það á eftir að vinna mikið verk í garðinum til að fá hann góðan, en þangað til verður smá sláttur að vera nóg.


Nóg af eldiviði fyrir veturinn :)

Vona að þið eigið góðan sunnudag.

knús





Best Blogger Tips

2 ummæli:

  1. Ohhhh næææææs! Ertu ekki örugglega að fara að skreyta eitthvað skemmtilega með þessu greinaknippi??? :)

    SvaraEyða
    Svör
    1. þessar greinar eru ætlaðar að mestu leyti í kamínuna næsta vetur en eflaust verður eitthvað föndrað/skreytt líka :O)

      Eyða