mánudagur, 7. maí 2012

Núna eru hlutirnir að rúlla...

... enda kominn tími til. Gluggarnir og verktakarnir eru væntanlegir um helgina og þá verður allt klárað. Mikil og löng bið en við erum þó ekki búin að gefast upp, við erum alveg viss um að öll þessi bið eigi eftir að vera þess virði. Við hefðum getað verið búin að gefast upp en við höldum okkar striki.

Ég er byrjuð að mála stólana við borðstofuborðið í aðallit og ég get sagt ykkur það að þeir verða geggjaðir. Þetta er svo akkurat liturinn sem ég var að vonast eftir þannig að það verður gaman að sjá þetta allt saman. Þetta verður eins og nýtt borðstofusett.

Sófinn flotti sem ég sýndi hér að neðan er komin suður til bólstrara og ég valdi áklæði um helgina. Ég ákvað að hafa hann svona tvílitann eins og hann var upprunalega, hann verður æði. Svo bíður mín næsta verkefni en það er að breyta sófaborðinu, það verður eitthvað hrikalega töff.

En jæja nú fer vonandi að komast meiri gangur í bloggið og ég get farið að sýna ykkur meira þegar framkvæmdir hefjast að nýju.

Bestu kveðjur
Birna Best Blogger Tips

Engin ummæli:

Skrifa ummæli