miðvikudagur, 14. mars 2012

Smá update

Það virðist vera að þoka til í gluggavandamálunum hjá okkur loksins og við ættum að ná lendingu á morgun að öllum líkindum. En maður þorir nú ekki að staðfesta samt !! Þegar þeir eru komnir í okkar hendur þá á enn eftir að mála þá og glerja. Vona svo innilega að við förum að fá smá break í þessu, við erum búin að lenda í miklu basli og mér finnst við allavega eiga það skilið að allt gangi upp sem eftir er. Nú er bara að krossa fingur og bíða. Á meðan læt ég mig dreyma um heimilið mitt og er farin að sakna þess MJÖG mikið.

Að öðrum skemmtilegri og spennandi nótum þá er ég að fara að hefjast handa við að breyta stofuborðssettinu mínu. Ég ætla að breyta stólunum, lit og sessum og mála borðið sjálft. Hér er mynd af því eins og það er í dag:


Ég býst sterklega við því að taka barnastólinn í yfirhalningu líka, hann verður jú að fitta inn í nýja lúkkið ekki satt. Þetta verður spennandi verkefni, ég ætla að byrja á stólunum, pússa þá upp, grunna og mála. Einnig er ég búin að  kaupa nýtt efni til að skipta um á sessunum. Það verður gaman að sjá lokaútkomuna. Ég er allavega spennt en þið?

Best Blogger Tips

2 ummæli:

  1. Ég er líka ótrúlega spennt að sjá útkomuna;)
    Gaman að heyra að það sé eitthvað að gerast í gluggamálum nú hlýtur þetta að fara að ganga upp;0))

    SvaraEyða
  2. Þetta sett er alveg ideal til að breyta, á pottþétt eftir að verða alveg ótrúlega flott, gangi þér vel!

    SvaraEyða