miðvikudagur, 7. mars 2012

1 árs afmæli Frosta Þórs

Elsku gullmolinn okkar átti afmæli í dag. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að það sé ár síðan við héldum á honum í fanginu í fyrsta sinn. Hann er svo fullkominn, stór og flottur víkingur, 17 merkur og 54cm.


Maður gæti ekki verið stoltari en akkurat á þessu augnabliki. En nú ætla ég að hætta áður en ég verð OF sentimental :) Drengurinn fæddist í miklum snjóbyl og við foreldrarnir vorum bæði með þetta nafn, Frosti, í huga.... þannig að svo varð úr að hann fékk nafnið Frosti Þór.


Frosti er mjög stór og duglegur strákur. Hann byrjaði snemma að taka tennur; var kominn með 8 tennur 8 mánaða, farinn að skríða 6 mánaða og stóð upp 7 mánaða, byrjaði að labba 10 og hálfs mánaða og hleypur núna um öll gólf segjandi kva'edda? eða hvað er þetta?


Hann er mjög athugull, fljótur til og lærir fljótt á hluti sem hann sér aðra gera. Hann er algjört matargat og þessi drengur er alltaf brosandi. Hvað er yndislegra en að fara inn í herbergi sonar síns og svona risastórt sólarbros mætir manni þegar inn er komið. Hann er sólargeislinn í okkar lífi og mikill gleðigjafiÞessi mynd er náttúrulega bara æði.

Á morgun set ég inn færslu með afmælisveislu-myndum :) en þangað til segi ég góða nótt 

Best Blogger Tips

1 ummæli:

  1. Innilega til hamingju með flotta strákinn ykkar í gær;0))

    SvaraEyða