...það tekur á að mála risahús get ég sagt ykkur. En þetta hefst allt og núna er ég búin að klára að mála svefnherbergin og saumaherbergið nema að ég á eftir að mála loftin. Þetta kemur alveg rosalega vel út og ég er mjög ánægð með litina sem ég valdi. Þá er eftir að mála loft, gestaherbergi, salerni og ganginn og þá ætti efri hæðin að vera klár. Ekki seinna vænna því við erum að fara að flytja inn eftir 8 daga.... JÆKS !!!
Hér kemur mynd af strákunum mínum í Ólivers herbergi, smá sneak peak ;)
Næst mun ég setja inn fyrir myndir af húsinu og svo verður hægt að setja fyrir og eftir myndir þegar það fer að koma mynd á efri hæðina. Neðri hæðin verður eitthvað aðeins seinna, það koma menn í það vonandi um miðjan nóv.
Til hamingju med husid og gangi ykkur vel, hlakka til ad sja fyrir og eftir myndir :)
SvaraEyðakvedja fra Køben..