miðvikudagur, 5. október 2011

Jæja er ekki löngu kominn tími á nýja færslu ???

Við erum ekki enn byrjuð á breytingunum á húsinu og þar af leiðandi er ég ekki svo virk hérna á þessu bloggi bara svo ég afsaki mig aðeins ;) en það styttist. Við erum búin að leigja út húsið okkar á Bíldudal frá og með 1. nóvember þannig að ég er byrjuð að pakka á fullu og fór með fyrstu kassana í Krókinn í gær :) jei !!!


Ég er byrjuð að gera efri hæðina klára fyrir málningarvinnu, löngu búin að velja liti frá Flugger í svefnherbergin og nú er bara að hefjast handa við að mála. Ég valdi litinn Ferskblár fyrir strákana mína. Mér finnst hann vera hlýr og þægilegur og passar fyrir breiðan aldur (ekki of baby-legur ;). Hér koma fyrirmyndir af herbergjum sem ég ætla að styðjast við:





Hjónasvítan verður í rómantískum litum, white rose og misty lillac. Held að það eigi eftir að vera algjör paradís. Hlakka mikið til að gera bakherbergið í hjónaherberginu en þar verður húsfrúin með snyrtiherbergi, ekki slæmt það!!


Ég læt þetta nægja að sinni en næst kem ég með fyrir og eftir mynd af stóra speglinum sem ég er búin að vera að mála og breyta. Hann er orðinn þvílíkt flottur. Stay tuned !!! Best Blogger Tips

Engin ummæli:

Skrifa ummæli